Þessi heimasíða er tileinkuð minningu elskulegs föður míns Sveinbjörns H. Blöndal,sem lést þann 7.apríl 2010,á sjötugusta og áttunda aldursári,eftir erfið veikindi,einnig er hún tileinkuð minningu bróður míns Magnúsar Bjarna Blöndal,sem lést 7.september 2001,fjörutíu og tveggja ára að aldri,einnig eftir erfið veikindi vegna hvítblæðis.
Verið er að uppfæra heimasíðuna.
Hérna eru myndir af málverkum Sveinbjörns
sem hann hefur málað í gegnum árin
Þetta eru mest landslagsmyndir,einnig sjá myndir af fuglum,hestum,af fólki,bátum og fleira.
Hérna eru ennfremur nokkrar blýantsteikningar og pennateikningar.
Góða skemmtun.
Yfirlitssýning á verkum Sveinbjörns á Skagaströnd sumarið 2011
Sumarið 2011 var haldin yfirlitssýning á verkum Sveinbjörns H. Blöndals, listmálara. Sveitarfélagið Skagaströnd stóð fyrir sýningunni í samstarfi við fjölskyldu Sveinbjörns og með styrk frá Menningarráði Norðurlands vestra.
Það var Lárus Ægir Guðmundsson sem annaðist samantekt á listaverkunum og framkvæmd sýningarinnar.
Sýningin var haldin síðla sumars í íþróttahúsinu á Skagaströnd og náði yfir Kántrýdagana,stóð yfir í - 3-4 vikur,síðustu vikuna í júlí og tvær til þrjár fyrstu vikurnar í ágúst.
Skođiđ yfirlitssýninguna á verkum Sveinbjörns á Skagaströnd sumarið 2011
Endilega skrifið í gestabókina ef þið viljið
Hérna er sjálfvirk útgáfa (Java) - Smellið á play,eða Space takkann
á lyklaborðinu.
Hér má sækja Java forrit frítt -  |