Sýningin
Sýningin var haldin í íþróttahúsinu á Skagaströnd,dagana frá 23.júlí til 14.ágúst 2011,framyfir Kántrýdagana og var vel sótt. Hér eru nokkrar svipmyndir.

Teikningarnar
Fjölmargar teikningar eru til eftir Sveinbjörn,en hann dró upp sína útgáfu af ýmsum atburðum líðandi stundar í litlu samfélagi,hér birtast nokkrar þeirra.

Myndir 1 - 8
Myndunum var raðað upp eftir tímaröð,þegar inn í salinn var komið voru elstu verkin á veggnum vinstra megin og svo áfram réttsælis eftir veggjum salarins.

Myndir 9 - 16
Sýnd voru fimmtíu og fjögur málverk auk nokkurra teikninga og valdar með það í huga að sýna þróun hans sem listamanns og mismunandi litanotkun og efnistök.

Myndir 17 - 24
Fyrirmyndir í málverkin voru oftast sóttar í íslenska náttúru þar sem fagurkerinn beitti litatækni sinni til að kalla fram tilbrigði náttúrunnar, birtuna og formin.

Myndir 25 - 31
Á sýningunni mátti meðal annars sjá margvíslegar skopmyndir, einfaldar og flóknar. Þar voru einnig vatnslitamyndir, akrýl- og oliumálverk.

Myndir 32 - 39
Sýningin var sett upp í samstarfi við fjölskyldu Sveinbjörns. Fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir lánuðu myndir á sýninguna.

Myndir 40 - 47
Frístundir notaði Sveinbjörn til að mála og teikna en var spar á að sýna verkin þótt þeir sem þekktu hann best fengju að sjá og njóta málverka og skopmynda.

Myndir 48 - 54
Sveinbjörn hélt nokkrar einkasýningar og tók einnig þátt í samsýningum, bæði hér á landi og erlendis.Sýninguna styrkti Menningarsjóður Norðurlands vestra.