Uppáhaldstónlistin:
Maggi hafði mjög breiðan tónlistarsmekk og hlustaði á marga svo sem :Shadows Queen,Fats Domino,Richard Clayderman,Gypsi Kings,Creadence Clearwater,ýmiskonar panflaututónlist, Nina Simone,Cher,Bill Haley,KK og Magnús,
Síðustu stundir með Magnúsi áður en hann varð meðvitundarlaus.
Þann 16.ágúst 2001 daginn eftir að við komum til Svíþjóðar fórum við á sjúkrahúsið þar sem Maggi lá á gjörgæsludeildinni,nýbúið að fara með hann á fjögurra manna stofu þá reyndum við að tala við Magga,ég sagði eitthvað við hann þá sagði hann eitthvað um svertingja(sem vann þarna)ekki gott,þá sagði ég:já hann er ágætur,nei sagði Maggi þá.
Maggi gat ekki alltaf talað vegna þreytu og sennilega lyfjanna þá þrýsti hann hendina mína nokkru sinnum til að gefa merki um að hann vissi af mér það var ánægjulegt,annað skipti spurði hann mig hvort ég væri búinn að fara í sturtu,þá hefur hann haldið að ég væri alveg nýkominn.
Seinna um kvöldið þá komum við Elsa aftur til Magga þá sagði Elsa eitthvað að Mamma og stelpurnar myndu koma á eftir í heimsókn þá sagði Maggi að það var ekkert ákveðið.
Í sama skipti þá var Maggi eitthvað að laga hjá sér í rúminu og lyfti hægri hendinni þá sá ég hvað hún titraði óskaplega,þá sá maður hvað Maggi var orðinn máttfarinn.